Viðburðir í desember

Ýmsir viðburðir eru á dagskrá leikskólans í desember. 
Við munum samt halda okkur innan skynsamlegra marka og munum
að starfið í desember snýst fyrst og fremst um að hafa frið og ró og njóta lífsins.
En hér að neðan eru þeir viðburðir sem ákveðnir hafa verið í desember.  Við munum svo
bæta við þetta eftir því sem nær dregur.

7. desember kl. 8:45 fara börn fædd 2005 í Jólagarðinn að sækja jólatré fyrir leikskólann. 
Þau fara svo í kirkju  einhvern annan góðan dag.

Kirkjuheimsókn 7. desember kl. 10:30 fara Bátatjörn og Heiðarsund í Selfosskirkju.  Kringlumýri og Stekkjarlækur  fara með ef veður leyfir.
Kotatún og Fosskot ætla ekki með núna þetta er of langur göngutúr fyrir stutta fætur.


8. desember verður rauður litadagur, þá stefnum við að því að mæta í einhverju rauðu.

Jólagluggi Árbæjar verður opnaður 9. desember, þá bjóðum við foreldrum að koma og fá kaffi og piparkökur kl 9:30 – 10:30 Glugginn verður opnaður kl. 10.
Klukkan 11 ætla svo börnin af Bátatjörn og Heiðarsundi að fara í kirkju en það breyttist vegna þess að þau sóttu jólatré í Jólagarðinn 7. desember.

Það verða tónleikar frá Tónlistarskóla Árnessýslu í sal Árbæjar í desember, dagsetningin verður auglýst síðar.
Jólaböllin okkar verða þrjú, það fyrsta verður 14. desember þá eru Bátatjörn og Heiðarsund, næsta verður 15. desember þá eru Stekkjarlækur og Kotatún og það síðasta er 16. desember þá eru Kringlumýri og Fosskot.
Foreldrar eru velkomnir á jólaböllin.
Föstudaginn 17. desember verða svo tónleikar frá Tólistarskóla Árnesinga í salnum.
Tónleikarnir hefjast kl. 14:00.   Lítill hópur strengjahljóðfæra kemur og spilar fyrir börnin í stutta stund.