Vorhátíð og sumardagskrá.

Kæru foreldrar og forráðamenn takk fyrir frábæra vorhátíð.

Nú fer að líða að sumarfríi hjá leikskólanum. Leikskólinn verður lokaður frá og með 18. júní til og með 19. júlí.

Nú á vordögum höfum við haft margt fyrir stafni en fáir eins mikið og útskriftarhópurinn okkar.  Þau sungu eins og englar á Stokkseyri, Eyrarbakka og fyrir utan Ráðhúsið á hátíðinni Vor í Árborg.

 O O

Á dögunum voru þau svo útskrifuð formlega af sínu fyrsta skólastigi. Við óskum þessum frábæra barnahópi alls hins besta í sinni skólagöngu og vonum að þau hugsi til okkar með hlýju og gleði.

O

Í tilefni Útskriftar fékk svo hópurinn að fara í bráðskemmtilega útskriftarferð og má hér sjá nokkrar myndir frá ferðinni.

O O O O O O O O O O O O O

Að lokum má ekki gleyma myndum af þessari velheppnuðu og skemmtilegu vorhátíð. Þar var líka opinberað nýja merkið okkar hér í Árbæ og hönnuðurinn Hekla Þöll fékk viðurkenningu fyrir framlagið.  Okkur þótti ákaflega skemmtilegt hvað margir foreldrar sáu sér fært að mæta. Við skemmtum okkur konunglega og vonum að þið hafið gert það líka.

025 027 031 028 051 048 032 035O O O O O O O O O O O O O O O O O O