Jólagluggi Árborgar í Árbæ

Kveikt var á jólaglugga Árborgar í Árbæ í dag 2. desember klukkan 10:00 fyrir hádegi.

Jólagluggaleikur Sveitarfélags Árborgar gengur út á að frá 1. desember til 24. desember  opnar einn jólagluggi á dag í stofnunum eða fyrirtæki í sveitarfélaginu og í hverjum glugga er geymdur einn bókstafur sem setja á inn í þátttökublað.

Stafirnir mynda setningu sem í finnast svör við þeim spurningum sem þarf að svara. Eyðublaðinu er síðan skilað á bókasafn Árborgar á Selfossi. Að lokum eru dregnir út þrír heppnir vinningshafar sem svarað hafa öllum spurningunum rétt.

Jólakveðjur