Gjaldfrjáls leikskóli ef sótt er um fyrir 15. desember 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

 

Í reglum um leikskóla Árborgar kemur fram að hægt sé að skrá barn í frí dagana á milli jóla og nýárs. Þeir foreldrar sem kjósa að hafa börnin sín í fríi þessa daga þurfa að skrá þau í leyfi fyrir 15. desember ár hvert. Leikskólagjöldin falla þá niður og kemur niðurfellingin til frádráttar á leikskólagjöldum á janúar reikningi.

 

Sækja þarf um á vala.is. Þegar foreldrar hafa skráð sig inn velja þeir umsóknir og finna þar frí án gjaldtöku. Þá þarf að velja þá daga sem barnið verður í fríi. Hægt verður að velja dagana 28., 29, og 30. desember í ár. Í boði er að velja alla dagana eða staka daga og skráning er bindandi.