Greiðsluseðlar foreldrafélagsins

Greiðsluseðlar vegna árgjalds í foreldrafélag Árbæjar hafa nú verið sendir í heimabanka foreldra barna á Árbæ.
Greiðsla er valkvæð, kr. 1500 ásamt seðilgjaldi (sem er um 150 kr.)
Eitt gjald er sett á hverja fjölskyldu (þó tvö eða fleiri börn séu á leikskólanum).
Eindagi er settur 10. desember, en engir dráttarvextir reiknast á eftir þann tíma.
Peningarnir eru notaðir til að greiða ýmsan kostnað sem snýr að viðburðum fyrir börnin okkar t.d.. piparkökumálun, Jólasveinagjöf á litlu jólum, Þorra- og vorferð elstu barnanna og Vorhátíð.
kv. Ragnhildur gjaldkeri foreldrafélagsins