Fræðslufundur fyrir foreldra leikskólabarna með fyrstu einkenni kvíða

Fræðslufundurinn er hugsaður fyrir foreldra leikskólabarna sem eru í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. Markmiðið er að veita stutta fræðslu um eðli kvíða og kynna leiðir til að takast á við kvíðahegðun barna og auka sjálfstraust.
Fræðslufundurinn verður haldinn á 3. hæð í Ráðhúsi Árborgar 30. apríl kl. 14. Fundurinn er opinn fyrir alla en æskilegt er að foreldrar og starfsfólk skrái sig á sínum leikskóla þannig að hægt sé að áætla fjölda þátttakenda.
Sólveig Norðfjörð sálfræðingur skólaþjónustu Árborgar verður fyrirlesari fundarins