Febrúar fréttir

Góðan daginn og gleðilegan Þorra.

Hér hjá okkur var haldið árlegt þorrablót og svartur litadagur í gær þar sem við fengum gómsætar þorrakræsingar í formi sláturs, sviðasultu, hákarls, harðfisks og hangikjöts og að sjálfsögðu var tilheyrandi meðlæti með. Fyrr um morguninn hittumst við öll í salnum og sungum saman nokkur lög og börnin á Stekkjarlæk voru með smá sýningu fyrir okkur í tilefni dagsins.

Í dag 6. febrúar er Dagur leikskólans og af því tilefni gengu nemendur leikskólans fylktu liði út í ráðhús Árborgar þar sem sungin voru nokkur lög. Fengum við alveg dásamlegt veður og skemmtu börn og kennarar sér ákaflega vel í göngunni.

Hér má svo sjá nokkrar myndir frá Þorrablóti leikskólans og frá skrúðgöngunni góðu.

Við viljum minna á að mánudaginn 19. febrúar verður leikskólinn lokaður milli klukkan 8:00 – 12:00 börnin geta svo mætt galvösk í mat til okkar kl 12:00.

Eins og flestir ættu að vera búnir að fá veður af þá langar okkur í Árbæ  til þess að Árbær eigi sitt eigi merki (Logo). Þess vegna hefur verið ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni að merki fyrir Árbæ. Hugmyndasamkeppnin er opin öllum, börnum og fullorðnum. Skila þarf hugmyndum í hugmyndakassa í Árbæ sem verður staðsettur á skrifstofu leikskólastjóra í Árbæ, fyrir 1. Apríl 2013. Árbær er Heilsuleikskóli í Sveitarfélaginu Árborg.

Megið þið eiga góðan Þorra og frábæra Góu með kveðju frá öllum á Árbæ.