Dagur leikskólans 6. febrúar 2017

Mánudaginn 6. febrúar 2017 verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í Árbæ og leikskólum landsins í tíunda sinn.

6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Leikskólar landsins hafa haldið uppá daginn með margvíslegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda í leikskólum, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samband sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.

Börn og starfsfólk í Árbæ fara í göngu í tilefni dagsins og syngja nokkur krummalög og vetrarlög fyrir starfsfólk  hjá VISS.