Árbær verður lokaður 2. janúar 2017 vegna Skipulagsdags

Árbær verður lokaður 2. janúar 2017 vegna Skipulagsdags.

Jólaglugginn í Árbæ verður opnaður 8. desember nk. klukkan 10.00

Boðið verður uppá tvær ferðir 8. desember klukkan 10:30 fyrir börn fædd 2011 og 2012 í Árbæ.

Lagt af stað í ferðina klukkan 10:15, þann áttunda næstkomandi.

Ferðirnar eru  annars vegar í Selfosskirkju og hins vegar í Bókasafnið.

Deildarstjórar hafa samband við foreldra.

Jólaball Árbæjar verður sunnudaginn 11. desember nk. klukkan 14:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla

Foreldrafélag Árbæjar sér um jólaballið að þessu sinni.

Jólasveinar koma í heimsókn og dansa í kringum jólatréð.

Öll börn í Árbæ ásamt fjölskyldum sínum eru velkomin á jólaballið.

Piparköku málun verður klukkan 15:00 sama dag, í Heimilisfræðistofunni í Sunnulæk.

Rauður litadagur er miðvikudaginn 14. desember nk.

Aðfaranótt 12. desember kemur Stekkjastaur til byggða fyrstur af þeim þrettán bræðrum.                                                                                                                                                                                                   Á Íslandi er sú hefð að börn setja skóinn út í glugga og jólasveinarnir færa þeim gjafir.                  

Við vonum að jólasveinarnir gæti hófs í gjöfum sínum og biðjum foreldra og börn um að geyma skógjafir eftir heima