Lokað frá kl 12:00 á Kvenréttindadaginn

 

Kæru foreldrar/ forráðamenn.

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna föstudaginn 19. júní verður leikskólinn lokaður frá kl 12:00. Ekki verður hádegisverður í leikskólanum þennan dag.

Einnig verða aðrar stofnanir lokaðar þennan dag á vegum Árborgar og má sjá þann lista hér.

Við hvetjum allar konur til að halda upp á daginn með einhverju móti og má benda á opinn hátíðarfund kl 13:00 og kaffisamsæti í Hótel Selfoss í tilefni dagsins.