Heimsókn nemenda úr Tónlistarskóla Árnessýslu

Nemendur sem eru að læra á fiðlu í Tónlistarskóla Árnessýslu koma í heimsókn í Árbæ föstudaginn 16. desember nk. klukkan 15:00 og spila í sal leikskólans.

Síðastliðinn mánudag komu nemendur úr Tónlistarskóla Árnessýslu sem eru að læra á blásturshljóðfæri í heimsókn í Árbæ og spiluðu á hljóðfærin sín.

Heimsóknir nemenda í Tónlistarskóla Árnessýslu eru okkur kærkomnar, m.a. vegna þess að nemendurnir eru litlu eldri en nemendur í Árbæ.
Börnin í Árbæ sjá að það er hægt að læra á hljóðfæri og eyða tómstundum sínum þannig.
Oft eru nemendur Tónlistarskólans einnig ,,gamlir“ nemendur frá Árbæ.