Miðvikudaginn 21. október næstkomandi kl 14.30-15.30 verður Svanhildur Svavarsdóttir með fyrirlestur í Sunnulækjarskóla í boði skólaþjónustu Árborgar.
Yfirskrift fyrirlestursins er „Einhverfa og skipulögð kennsla“ þar sem fjallað verður meðal annars um Skipulagða kennslu sem er aðferð sem byggir á hugmyndafræði TEACHH.
Svanhildur er talmeinafræðingur, sérkennari og sérfræðingur í boðskiptafræðum barna með einhverfu. Hún starfar nú í Arizona í Bandaríkjunum þar sem hún sinnir kennslu, ráðgjöf og uppbyggingu sérdeilda fyrir einhverfa.
Svanhildur hefur áratuga reynslu af þessum málaflokki og er hafsjór af fróðleik um einhverfu. Fyrirlesturinn er opinn öllum kennurum á Suðurlandi og öðrum þeim sem áhuga hafa.
Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig hér.