Foreldrafundir á Árbæ

 

Þriðjudaginn 24. júní kl 13:00 verður haldinn fundur í sal Árbæjar fyrir foreldra barna sem eru að flytjast á milli deilda. Á fundinum munu foreldrar hitta deildarstjóra sem starfa munu með börnunum næsta vetur, skoða húsnæðið sem þau verða í og farið verður yfir hvað sé framundan hjá börnunum.

Miðvikudaginn 25. júní kl 13:00 verður haldinn fundur í sal Árbæjar fyrir foreldra barna sem eru að byrja á Árbæ í fyrsta sinn. Á fundinum munu foreldrar hitta deildarstjóra sem starfa munu með börnunum, fá allar heldstu upplýsingar um leikskólann og hvað hann stendur fyrir. Einnig verður farið yfir tilhögun á aðlögun barnanna.

Vonandi munu sem flestir sjá sér fært að mæta, bestu kveðjur frá öllum á Árbæ.

Comments are closed.