Bleikur Október í Árbæ

Komið sæl og blessuð.

Þá er október genginn í garð með kólnandi veðri og regni. Því þurfum við að passa upp á að nægilegt magn sé af aukafatnaði og hlýjum fötum með barninu. Einnig langar okkur að biðja um að töskur sem eru mjög stórar eða taka mikið pláss séu tæmdar á mánudegi og ekki látnar vera í hólfunum. Börnin eru að æfa sig í að klæða sig sjálf eða hengja sjálf fötin sín upp og ganga frá útifatnaði og þá er ekki gott að stór taska taki mikið pláss í hólfinu.

Október er bleikur mánuður á Árbæ og höldum við bleikan litadag miðvikudaginn 9. október. Keppast þá allir við að mæta í einhverju bleiku í leikskólann.

Í október ár hvert er Bangsadagurinn haldinn hátíðlegur. Við á Árbæ ætlum að halda upp á Bangsadaginn fimmtudaginn 24. október. Þá væri gaman ef börnin tækju með sér bangsa í leikskólann.

 

Njótið þið haustsins og hvers annars

Árbæjar kveðjur.