Árbær á degi leikskólans

Dagur leikskólans er haldin hátíðlegur ár hvert þann 6. febrúar. Markmið dagsins er að beina sjónum samfélagsins að leikskólanum og því kraftmikla, metnaðarfulla og góða starfi sem þar fer fram á degi hverjum. 6. febrúar 2012 byrjuðum við í Árbæ á þeirri skemmtilegu hefð að fara, allar deildir saman, í skrúðgöngu og höfum við alltaf farið að Ráðhúsi Árborgar og sungið þar á tröppunum fyrir vegfarendur og aðra sem vildu á okkur hlusta. Í ár breyttum við útaf vananum og heimsóttum Viss, vinnu- og hæfingarstöð. Ferðin var einstaklega vel heppnuð en starfsfólkið í Viss tók vel á móti okkur þar sem við fengum að koma inn og sungum þar fyrir þau nokkur vel valin lög. Börn og starfsfólk í Árbæ sem og starfsfólk í Viss voru virkilega ánægð með hvernig til tókst og spennt fyrir að fá að koma einhvern tímann aftur í heimsókn.