Nú eru jólasveinarnir farnir að koma sér til byggða, einn og einn, og byrjaðir að setja eitthvað í skó hjá flestum börnum.
Þar sem börnin bera sig talsvert saman um það sem þau fá í skóinn langar okkur að biðja ykkur um að geyma það bara heima sem þau fá.
Þá skapast síður togstreita á milli barnanna þar sem þau eiga erfitt með að skilja mismuninn á milli skógjafa.
Vonandi hafiði það sem best á aðventunni.