Vistunartími barna


Í upphafi leikskóladvalar skrifa foreldrar undir dvalarsamning þar sem fram kemur vistunartími barnsins og þær máltíðir sem fylgja viðkomandi vistunartíma.   Ef foreldrar vilja breyta þessum vistunartíma geta þeir sótt um það til leikskólastjóra á þar til gerðum eyðublöðum.  Umsókn um breytingu á vistunartíma verður að berast fyrir 15. hvers mánaðar og getur hún þá tekið gildi næstu mánaðarmót á eftir.

Við biðjum foreldra um að virða vistunartíma barna sinna.