Veikindi barna


Þegar börn sem dvelja í leikskóla eru veik þurfa þau að vera heima, þar sem að daglegt líf í leikskólanum er ekki sniðið að þörfum veikra barna.

Börnin koma aftur í leikskólann þegar þau eru orðin hraust. Foreldrar geta í samráði við deildarstjóra ákvarðað um það hvort barnið geti stundað útivist fyrstu dagana eftir veikindin eða ekki.