Lyfjagjöf á leikskólatíma


Það er ekki æskilegt að gefa þurfi börnum lyf í leikskólanum. Flest öll sýklalyf eru þannig að þau þarf að gefa 2-3 á dag og getur barnið þá fengið lyfið áður en það fer í leikskólann og aftur eftir leikskólatíma.
 Undantekning á þessu gætu verið sykursýkis-, astma- og ofnæmislyf og hugsanlega lyf við ofvirkni. Deildarstjóri er þá ábyrgur fyrir móttöku og varðveislu lyfjanna.

Við biðjum foreldra um að virða þessar reglur.