Starfsreglur foreldrafélags


Starfsreglur Foreldrafélags Árbæjar:

1.gr.       Félagið heitir Foreldrafélag Árbæjar

2.gr.       Félagar eru foreldrar og forráðamenn barna í Árbæ

3.gr.       Markmið félagsins er að stuðla að velferð barna með því m.a. að vinna:

  • að aukinni samvinnu foreldra og starfsfólks innbyrðis um starfsemi og aðbúnað leikskólans

–         að því að leggja hagsmunum barna lið bæði innan leikskólans og út á við.

4.gr.       Eitt félagsgjald er á hvert heimili og er það ákveðið á aðalfundi félagsins. Leitað skal eftir samvinnu leikskólastjóra eða rekstraraðila Árbæjar um innheimtu þess og greiðist það einu sinni að hausti.  Gjaldið rennur í sjóð sem stendur straum af kostnaði við félagið.

5.gr.       Kosning til stjórnar félagsins skal fara fram á aðalfundi. Stefnt skal að því að börn af öllum deildum eigi fulltrúa í stjórninni. Auk þess skal leikskólastjóri vera fulltrúi starfsfólks í stjórninni þannig að samtals skipi stjórn 7 fulltrúar. Kjósa skal til eins árs í senn: formann, varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnendur.

6.gr.       Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiðum félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir.

7.gr.       Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess. Val verkefna og vinna stjórnarmanna og annarra félagsmanna skal vera unnin innan markmiða félagsins. Stjórnin kemur saman svo oft sem þurfa þykir, þó aldrei sjaldnar en einu sinni í mánuði yfir vetrartímann.

8.gr.       Dagskrá aðalfundar skal vera þessi:

  • skýrsla um starfsemi félagsins
  • reikningar félagsins
  • kosning til stjórnar
  • ákvörðun félagsgjalda

–         önnur mál.

9.gr.       Tillögur til breytinga á starfsreglum verða að hafa borist stjórn skriflega í síðasta lagi þremur dögum fyrir auglýstan aðalfund. Breytingar á starfsreglum ná fram að ganga ef 2/3 fundarmanna greiða þeim atkvæði.