Afmæli


Á afmælisdaginn er afmælisbarnið í sviðsljósinu á deildinni sinni. Leikskólinn sér um veitingar þannig að foreldrar þurfa ekki að hugsa fyrir því og þar sem Árbær er heilsuleikskóli samanstanda veitingarnar af ávöxtum og grænmeti. Afmælissöngurinn er sunginn, fáni er settur á hólf barnsins og tekin er mynd af barninu með fána sér við hlið. Yfir daginn fær barnið að gegna hinum ýmsu eftirsóttu hlutverkum sem börnunum bíðst t.d. að vera borðþjónn, söngstjóri og fá að vera fyrst í röð svo dæmi séu tekin. Á matartímum fær barnið svo að vera með  skrautlegan hátíðar borðbúnað í tilefni dagsins.