Dagatalið

  • Leikskólinn Árbær er lokaður mánudagsmorguninn 24. febrúar frá kl. 8:00-12:00. Börnin mæta svo í hádegisverð klukkan 12:00 á hádegi.

            Lokað er vegna starfsmannafundar.

  • Fimmtudaginn 27. febrúar fara öll börn fædd 2008 í Árbæ í Húsið á Eyrarbakka í boði foreldrafélagsins.
  • Mánudaginn 3. mars er bolludagur og þá fá börnin bollur í hádeginu og með/í síðdegishressingunni í Árbæ.
  • Þriðjudaginn 4. mars er sprengidagur og þá geta börnin sprengt sig út af saltkjöti og baunum í hádeginu.
  • Miðvikudaginn 5. mars er öskudagur, þá er náttfataball í Árbæ.
  • Miðvikudaginn 12. mars er blár litadagur í Árbæ. Mars – blár, fallegur himinn að vetrarlagi og kuldi.