Skólaárið 2014 til 2015


Skóladagatal 2014-2015

 

Árangurríkt læsi—færni til framtíðar í leikskólum Árborgar.

 

Leikskólar í Sveitarfélaginu Árborg sóttu um styrk í Sprotasjóð
vegna sameiginlegs þróunarverkefnis sem ber yfirskriftina:
,,Árangursríkt læsi – færni til framtíðar” og fram á að fara á
leikskólaárinu 2014-2015.

 

Markmið verkefnisins er að auka hæfni, þekkingu og leikni
leikskólabarna í læsi í leikskólum Árborgar.

Áhersla verður lögð á aukinn hlustunar- og málsskilning barna,

aukinn orðaforða, hugtakaskilning og tjáningu.

Ýmsar aðferðir verða notaðar og
kynntar til sögunnar eins og Lubbi finnur málbein sem margir
kannast við úr leikskólanum og bók sem heitir Orðaspjall svo
eitthvað sé nefnt.

Foreldrar verða líka fræddir og studdir í
hlutverki sínu í málörvun barna sinna.

Verkefnið fellur því að
árangursríku læsi með það fyrir augum að auka hæfni, þekkingu
og leikni í læsi í víðum skilningi.

 

Skemmst er frá því að segja að umsóknin var samþykkt og verkefnastjóri hefur verið ráðin; Anna Magnea Hreinsdóttir leikskólafulltrúi í Garðabæ.

 

Mikill áhugi er meðal starfsfólks og nú þegar er hafinn
undirbúningur að verkefninu með örnámskeiðum í málörvun og
fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí 6.ágúst verður helgaður því.