Fréttir


OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Óliver Ísar, Nói og Róbert Leó

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur að vanda. Þennan daginn mæta allir í náttfötum og þeir sem vilja fá andlitsmálun. Krakkarnir á Stekkjarlæk og Kringlumýri sameinuðust inní sal fyrir hádegi til að slá köttinn úr tunnunni. Það fengu allir að reyna sig með kylfuna og skapaðist mikil spenna um hvenær „tunnan“ myndi gefa sig 🙂 Allt hafðist þetta nú að lokum og á myndinni má sjá Óliver, Nóa og Róbert Leó ásamt kattargreyinu sem var frelsinu feginn 🙂

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

      Brynja 4 ára afmælisstúlka

Hún Brynja átti 4 ára afmæli þann 8. október. Í afmælissamverunni valdi hún að segja söguna um Gullbrá og birnina þrjá. Anna Hrund las söguna á meðan Brynja lék Gullbrá og birnina. Í lok samverunnar fengu allir afmælisávexti og grænmeti og urðu saddir og sælir.  Til hamingju með afmælið þitt Brynja !!

 

 

Kynningarfundur 23. september 2015

Miðvikudaginn 23. september næstkomandi verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra á leikskólastarfi Stekkjarlækjar fyrir komandi skólaár. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta og kynna sér áherslur og uppbyggingu leikskólastarfsins. Fundurinn hefst kl. 8:10 og er aldrei lengur en til 9:00.

Hlökkum til að sjá ykkur !!