Sönglög í nóvember


Steinalagið           Höf:ókunnur

Syngjum nú saman og syngjum nú öll,

Um kakó, ka, dæja, kakó, ka ,te.

:/: A a, kakó,ka,dæja,kakó,ka,te :/

 Litla litla músin

Litla litla músin labbar af stað

Í loðnum feldi í skólann

Já, veistu bara hvað?

Mamma hennar sagði; ,,mundu að vera góð                                    

Og músasiði alla læra stillt og hljóð“.

Léttfætt sú litla labbaði af stað

En stóra músin góða vefur inn í blað.

Voða gott nesti, vænan mjólkurost.

Það veitir ekki af, því bráðum kemur frost.

————————————————————————–

 (Af geisladisknum: Englar í ullarsokkum)

Það er skemmtilegast að leika sér þegar allir eru með.         

Í stórum hóp inn um hlátrasköll geta ævintýrin skeð.

Svo vertu velkominn nýi vinur minn.

Það er skemmtilegast að leika sér þegar allir eru með.

 

Það er ótrúlegt hverju lítið bros fengið getur breytt

getur glatt og huggað jafnvel þá  sem við þekkjum ekki neitt.

Svo vertu velkominn nýi vinur minn.

Það er ótrúlegt hverju lítið bros fengið getur breytt.

 

Á íslensku má alltaf finna svar

Á ískensku má alltaf finna svar

og orða stórt og smátt sem er og var,

og hún á orð sem geyma gleði og sorg,

um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

Á vörum okkar verður tungan þjál,

Þar vex og grær og dafnar okkar mál.

Að gæta hennar gildir hér og nú

þeð gerir enginn – nema ég og þú

 

 Frost er úti fuglinn minn

Frost er úti fuglinn minn,

ég finn hvað þér er kalt.

Nærðu engu í nefið þitt, því nú er frosið allt?

En ef þú bíður augnablik ég ætla að flýta mér,

að biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér.

 

Mér er kalt á tánum, ég segi það satt

Ég er skólaus og skjálfandi og hef engan hatt.

Það snjóaði í morgun, það snjóar í dag.

Ég er alveg ráðalaus en hvað með það.

Ég syng mína vísu, um snjóinn og mig.

Tralla lalla lalla, um snjóinn og mig

 

Leyndarmál

Litli vinur, litli vinur, hvað kætir þig nú?

Litli vinur, litli vinur, hvað kætir þig nú?

Ég á dálítið leyndarmál grafið í jörð,

Langt inn‘í skóginum græna.

 

Litli vinur, litli vinur, seg mér leyndarmál þitt.

Litli vinur, litli vinur, seg mér leyndarmál þitt.

Ég á röndóttann trefilinn grafinn í jörð,

Langt inn‘í skóginum græna.

 

 Gulur, rauður..

Gulur, rauður, grænn og blár.

Svartur, hvítur, fjólublár.

Brúnn, bleikur, banani,

appelsína talandi.

Gulur, rauður, grænn og blár

Svartur, hvítur, fjólublár.

 

Ég þekki hest, sem að heitir Sokki,

hann er svo lipur í fótunum;

Kúnstirnar margar hann kann á brokki,

klárlega vel með á nótunum.

Hann kann að stökkva, hátt og lágt,

hann kann að hneggja svo dátt:

Ííí-hu-hu-hu-hu-hu-hu!

Alltaf í göngunum, fremstur í flokki,

fetar hann sig meðfram gjótunum.

 

Hann á sér frú, sem að heitir Stjarna,

Hún er svo lipur og flott og nett.

Rétt ef þú tekur í tauminn, þarna,

töltir hún alltaf svo blítt og létt.

Hún kann að prjóna, hátt og lágt,

hún kann að hneggja svo dátt:

Ííí-hu-hu………

Stjarna er uppáhald allra barna,

eins og þú hefur nú sjálfsagt frétt.

Folaldið þeirra er furðu lítið,

fallega sokkótt með stjörnu-kross.

Vaknar svo snemma, og vill í bítið

vænan frá mömmu og pabba koss.

Kjáninn sá litli, sem kann svo fátt,

kann þó að hneggja, svo lágt:

Svona er lífið nú ljúft og skrýtið.

Langar þig kannski að vera hross?

 

Hvað kanntu að vinna

Hvað kanntu að vinna, baggalútur minn?

Þráðarkorn að spinna og elta lítið skinn.

Kveikja ljós og sópa hús,

bera inn ask og fulla krús

og fara fram í eldhús.

 

Buxur,vesti,brók og skór

Buxur,vesti,brók og skór

bætta sokka nýta,

húfutetur,hálsklút þó,

háleistana hvíta.