Útskriftaferð barna fæddra 2011 í Árbæ

í dag 16. maí fóru elstu börnin í Árbæ í útskriftarferð.

Börn fædd 2011 fóru í útskriftarferð að Eiðisandvík og skoðuðu róbótafjós, kýr og kálfa.

Síðan fór hópurinn að Móskógum þar sem að hópurinn skoðaði hunda, hesta, kindur og lömb.

Að því loknu fór hópurinn í Stokkseyrarfjöru og þaðan á tjaldsvæðið á Stokkseyri þar sem að þau grilluðu pylsur. 

þaðan fór hópurinn í Timburhólaskóg í Gaulverjabæ og börnin léku sér og borðuðu nesti í skóginum.

Börnin komu aftur í leikskólann um 15:30.